Déjà Vu er þekkt tilfinning sem kemur þegar við erum að gera eitthvað nýtt en okkur finnst eins og við höfum verið í þeim aðstæðum áður.
Vuja De er andstæðan, við erum í kunnuglegum aðstæðum en sjáum þær allt í einu frá nýju sjónarhorni.
Vuja De getur haft mikil áhrif á sköpunargleðina okkar því þessi nýja sýn getur hjálpað okkur að sjá nýjar lausnir og ný tækifæri.
Við getum ýtt undir Vuja De með því að staldra við og ímynda okkur að við séum að sjá eitthvað í fyrsta sinn.
Við getum verið meðvituð um þær forsendur sem við gefum okkur og spurt okkur af hverju gerum við hlutina eins og við gerum þá?
Í bókinni Think Fast and Slow er talað um að heilinn fari á autopilot og hugsi hratt til að spara orku og að það geti oft verið mjög gagnlegt. Aftur á móti ef við viljum sjá ný tækifæri og nýjar lausnir þá skiptir máli að markvisst staldra við og hugsa hægt, sem sagt gefa okkur tíma til að upplifa Vuja De.