Viltu nýsköpunarmenningu framtíðarinnar?

Leystu úr læðingi meira skapandi hugsun og nýsköpun

Ímyndaðu þér umhverfi þar sem sköpunargleðin algjörlega blómstrar. Hugmyndir safnast ekki bara upp í hugmyndabanka heldur eru til ferlar sem auðvelda hvaða hugmyndir á að taka áfram og gera að nýsköpun. Hugmyndirnar styðja við sýn fyrirtækisins, þær fá að stækka og verða meira skapandi og það er stöðug framþróun. Yfirmenn vita einnig hvernig þau efla og styðja við þessa mikilvægu færni starfsfólks í stað þess að draga ómeðvitað úr henni.

Sköpunargleði hefur aldrei verið jafn mikilvæg eins og í dag og Alþjóða efnahagsráð talar um að hún sé sá færniþáttur sem muni aukast hvað hraðast í mikilvægi á næstu árum.

Það er ekki að furða þar sem til dæmis þau fyrirtæki sem koma sköpunargleðinni í DNA-ið sitt geta vaxið að meðaltali 2,6x hraðar en önnur fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem eru með skapandi millistjórnendur skila hærri arðsemi og þegar lögð er áhersla á sköpunargleðina þá er starfsfólk og viðskiptavinir ánægðari. Sem sagt, áhersla á sköpunargleði er með góða arðsemi.

Núna er tíminn til þess að skapa umhverfið sem þarf að vera til staðar fyrir nýsköpunarmenningu framtíðarinnar.

Top 10 skills on the rise, with Creative Thinking number 1
Teikning: Stór ljósapera og fólk að vinna
Hafðu samband

Sköpunargleðilestin

Það er búið að rannsaka sköpunargleði og nýsköpun í marga áratugi og byggt á fjölda rannsókna skapaði Birna Dröfn lestarmódelið.

Teikning: Lestarstöð

Hvert er lestin að fara?

Þú hefur mögulega verið að hugsa um að kaupa þér nýjan bíl og allt í einu finnst þér eins og það séu svo margir þannig bílar í umferðinni. Það er of mikið af upplýsingum í umhverfinu okkar til þess að við getum verið meðvituð um þær en um leið og heilinn okkar meðtekur að eitthvað skipti okkur máli líkt og bíllinn í þessu dæmi þá erum við líklegari til þess að vera meðvituð um upplýsingar sem tengjast því.

Það er því mikilvægt að fyrirtæki séu með skýra stefnu til þess að starfsfólk sé líklegra að vera meðvituð um upplýsingar sem tengjast henni, skapa tækifæri sem styðja við stefnuna og velja hvaða hugmyndir verða framkvæmdar út frá stefnunni. Svo er misjafnt hvers konar nýsköpun fyrirtækið þarf á að halda byggt á stefnunni. Þetta þarf að vera skýrt til þess að vitað sé hvert eigi að stýra lestinni.

Lestarteinarnir

Þegar upp koma nýjar hugmyndir þá er raunin sú að það er nóg að gera hjá flestum og margar hugmyndir komast ekki upp úr hugmyndarstigi yfir á framkvæmdarstig. Fyrirtæki þurfa að búa yfir ferlum sem auðvelda starfsfólki að velja hugmyndir og gera fyrstu tilraunirnar ásamt því að útdeila auðlindum líkt og pening og tíma í þær hugmyndir sem eru taldar skila fyrirtækinu mestum árangri. Þetta eru lestarteinarnir sem lestin þarf að hafa til þess að komast á áfangastað.

Teikning: Lestarteinar
Teikning: Lestarvagn

Lestin

Það er ótal margt sem hefur áhrif á hvort að starfsfólk skapi í starfi eða ekki. Helsti áhrifavladurinn er þeirra næsti yfirmaður og því miður benda rannsóknir á að yfirmenn dragi ómeðvitað úr sköpunargleði starfsfólks. Ýmislegt annað getur haft áhrif á sköpunargleði starfsfólks og má þar nefna að plöntur geta ýtt undir skapandi hugsun og jafnvel það að sjá lógóið frá Apple sem á stóð Think Different. Lestin sjálf táknar allt þetta umhverfi sem hægt er að bæta til þess að styðja við og efla þá mikilvægu auðlind sem sköpunargleðin er.

Eldsneytið

Við erum öll skapandi og getum öll orðið meira skapandi. Það er búið að rannsaka hvernig við getum þjálfað sköpunargleðina okkar líkt og við getum þjálfað vöðva líkamans. Einnig hvernig við getum stýrt hugsanamynstri okkar til þess að sjá skapandi tækifæri. Til þess að lestin komist sem skilvirkast og hraðast áfram þá þarf að vera á henni gæða eldsneyti og það er sköpunargleðiþjálfunin. Við erum að þróa hugbúnað sem heitir Bulby og auðveldar þetta.

Teikning: Eldsneytismælir
Teikning: Fólk að skapa saman

Allir fjórir þættirnir þurfa að vera til staðar

Ef eldsneytið er ekki uppfært þá kemst lestin áfram en ekkert á við ef hún er með hágæða eldsneyti.

Ef lestin er með hágæða eldsneyti en það vantar hjól undir lestina og það eru göt á lestinni sjálfri (þar sem yfirmenn ómeðvitað drepa flestar hugmyndir) þá kemst lestin ekki hratt áfram og margt dettur út úr lestinni.

Ef eldsneytið er til staðar, lestin er í góðu standi en lestateinarnir eru brotnir á mörgum stöðum þá er nokkuð ljóst að lestin kemst ekki hratt né langt og margar hugmyndir komast ekki af hugmyndastigi yfir á framkvæmdastig og mikil óreiða getur skapast.

Ef eldsneytið er til staðar, lestin er í góðu standi og lestateinarnir í lagi en það er ekki vitað hvert á að fara þá gæti það skilað sér í miklum óþarfa akstri og eyðslu.

Það þurfa allir fjórir þættirnir að vera í góðu lagi til þess að sköpunargleðilestin sé eins og framúrskarandi hraðlest þar sem farþegar njóta þess að horfa á umhverfið breytast hratt fyrir utan en þau eru róleg inni í lestinni og geta slappað af því allt er að virka eins og það á að gera.

Erindi um sköpunargleðilestina

Birna Dröfn var fengin til að segja frá sköpunargleðilestinni á alþjóðlegu ráðstefnunni Creativity Conference. Hér er hægt að hlusta á erindið hennar og læra meira um lestina.

Skjáskot úr myndbandinu um sköpunargleðilestina

Ráðgjöf og stuðningur

Birna Dröfn er sköpunargleðifræðingur sem býður upp ráðgjöf og stuðning við að skapa sköpunargleðilestir.

Í boði er greining á þeim tækifærum sem fyrirtækið er með til þess að bæta sköpunargleðilestina sína. Næstu skref eru sett upp og Birna getur veitt ráðgjöf og stuðning á leiðinni. Einnig er í boði enn meiri stuðningur þar sem Birna blandar saman fyrirlestrum, vinnustofum, markþjálfun og ráðgjöf til þess að þitt teymi eða fyrirtæki getið setið um borð í framúrskarandi sköpunargleðilest.

Teikning: Ráðgjafi að spjalla
Ljósmynd af Birnu Dröfn Birgisdóttur

Um Birnu Dröfn

Birna Dröfn hefur ástríðu fyrir sköpunargleði og hefur unnið með fjölda fyrirtækja í mismunandi iðnuðum og þjálfað sköpunargleði fólks í meira en áratug. Í doktorsnámi sínu hefur hún rannsakað sköpunargleði og hvernig leiðtogastíllinn þjónandi forysta hefur áhrif á sköpunargleði starfsmanna.

Birna hefur safnað að sér ýmsum tólum og upplýsingum sem tengjast sköpunargleði ásamt því að hafa lært markþjálfun, mannauðsstjórnun, NLP (neuro linguistic programming), viðskiptafræði og er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Þessi þekking er mikilvægur grunnur sem hún byggir á til þess að aðstoða fólk og fyrirtæki við að nýta og efla sköpunargleði sína og nýsköpun.

Birna er annar meðstofnanda Bulby sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem auðveldar fyrirtækjum að nýta og efla sköpunargleði starfsfólks með hjálp gervigreindar.

Hér má finna Birnu á LinkedIn

Dæmi um viðskiptavini

ÍslandsbankiSíminnAkureyrarbærOrigoÍslenski ferðaklasinnOrkuveita ReykjavíkurRótarý á ÍslandiTempoLS RetailTM tryggingarHáskólinn í ReykjavíkMosfellsbærHáskóli ÍslandsStillingHáskólinn á BifröstVRBlue Lagoon IcelandSameykiStarfsmenntNova

Umsagnir

“Það er skemmst frá því að segja að Birna heillaði þáttakendur svo um munar, en hún á sérlega auðvelt með að hrífa fólk með sér með glaðværð og skemmtilegu fasi. Það sem meira er, hún veitti þeim magnaðan innblástur til að takast á við erfið verkefni með sköpunargleði að vopni.”

Dr. Kjartan Sigurðsson
“Frábærlega skipulögð vinnustofa, mjög vel framsett, fræðileg og á sama tíma skemmtileg. Hentar vafalaust flestum vinnustöðum. Það er ekki á allra færi að halda vinnustofu í heilan vinnudag og geta haldið óskiptri athygli allra frá upphafi til enda. Takk fyrir okkur.”

Logi Karlsson
“An engaging, energizing lecture full of insight and practical tools.  Birna is a natural speaker that made an exceptional impression on our staff.”

Logan Lee Sigurðsson
“Birna‘s passion and enthusiasm for the topic were contagious, and our students were not only engaged but also motivated to think differently and apply their skills in real-world situations.”

Dr. Vivekananth Padmanabhan

Hafðu samband í dag

Ertu tilbúin að taka teymið þitt eða fyrirtækið í nýjar hæðir hvað sköpunar- og nýsköpunarmenningu varðar? Birna Dröfn hefur einbeitt sér að sköpunargleði í meira en áratug og er tilbúin að vera til staðar fyrir ykkur á þeirri spennandi vegferð og veita ykkur þann stuðning sem þið þurfið.

Hafðu samband og taktu fyrsta skrefið í því að skapa nýsköpunarmenningu framtíðarinnar.

👉 Sendu póst á birna@skopunargledi.is til að ræða næstu skref. Einnig er hægt að hringja í síma 663-1122.
Teikning: Kona með heyrnartól að vinna við fartölvu

Spjallaðu við okkur um sköpunargleði

Hafðu samband