Að hugsa út fyrir boxið - Vinnustofuröð

Sköpunargleðin leyst úr læðingi

Rannsóknir benda til að þau fyrirtæki sem markvisst styðja við og efla sköpun vaxa hraðar en þau sem gera það ekki, eru með ánægðari viðskiptavini, ná meiri árangri og eru með ánægðara og virkara starfsfólk.

Það er því ekki að furða að í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins er talað um að sköpunargleðin er einn af mikilvægustu færniþáttunum á vinnumarkaði og er spáð mesta vextinum í mikilvægi á næstu árum.

Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í fjölda ára og meðal annars hefur verið rannsakað hvernig við getum markvisst þjálfað og aukið sköpunargleðina okkar. Ein besta leiðin til þess að þjálfa sköpunargleðina er með því að læra um sköpunargleðiferlið ásamt því að leysa eigin áskorun með sköpunargleði aðferðum.

Sköpunargleðiferlið er í fimm þáttum og markmið þessara vinnustofuraðar er að kafa ofan í hvern þátt. Lögð verður áhersla á áskorun/vandamál sem teymið velur og er markmiðið að efla færni starfsmanna í sköpunargleði og leysa áskorunina/vandamálið.

Teikning: Ljósapera fyrir ofan box
Hafðu samband

Dæmi um áskoranir

Teikning: Áskoranir

Hvaða áskorun myndi þitt teymi vilja einbeita sér að? Hér eru nokkur dæmi:

  • Bæta tímastjórnun
  • Fækka fundum
  • Ná árangri með takmarkaðar auðlindir
  • Vera meira áberandi en samkeppnin
  • Nýta gervigreind
  • Stækka fyrirtækið
  • Laða að gott starfsfólk
  • Ná til nýrra viðskiptavina
  • Skapa nýjar vörur
  • Lækka kostnað
  • Efla starfsánægju
  • Hafa meiri tíma til að skapa
  • Bæta þjónustu viðskiptavina

Vinnustofurnar

1. Vinnustofa um skilgreiningu vandamála

Sköpunargleðifræðingurinn Roger Firestien talar um að í 90% tilfella er ekki verið að leysa rétta vandamálið.

Sem betur fer getum við þjálfað okkur í því að greina vandamálin með skapandi hugarfari og aukið þannig líkurnar á því að spara tíma og fyrirhöfn og náð meiri árangri með því að leysa réttu vandamálin.

Á þessari vinnustofu verða kenndar aðferðir til þess að sjá vandamálin frá nýjum sjónarhornum og þjálfa þá færni að skilgreina réttu vandamálin.

Teikning: Skilgreining vandamála

2. Vinnustofa um gagnaöflun

Heilanum er stundum líkt við bókasafn og fjölbreyttar upplýsingar á bókasafninu geta ýtt undir skapandi hugmyndir.

Í sköpunargleðiferlinu skiptir máli að safna upplýsingum úr ýmsum áttum, læra að sjá hlutina frá sjónarhorni annarra og þjálfa upp færni í að leita að gagnlegum upplýsingum.

Á þessari vinnustofu verða kenndar aðferðir til þess að vinna markvisst með þetta skref í sköpunargleðiferlinu og þjálfa þannig skapandi hugsun.

Teikning: Gagnaöflun

3. Vinnustofa um hugarflug

Sköpunargleði hefur verið skilgreind sem hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt.

Markmið heilans er að við lifum af og því er hann alltaf að gæta þess að við eigum inni varaorku ef við þurfum á því að halda. Þetta leiðir af sér að heilinn leiðir okkur í kunnuleg hugsanamynstur þegar við leysum vandamál því þannig eyðir hann sem minnstri orku.

Það er búið að rannsaka hvernig við getum betur stýrt þessu hugsanamynstri þegar við þurfum á því að halda og viljum sjá skapandi lausnir og á þessari vinnustofu verða kenndar aðferðir til þess.

Teikning: Hugarflug

4. Vinnustofa um tilraunir

Rannsóknir benda á að þau fyrirtæki sem starfa líkt og vísindafólk ná meiri árangri. Settar eru fram tilgátur og svo eru tilraunir framkvæmdar til þess að sanna eða afsanna tilgátuna.

Í sköpunargleðiferlinu eru tilraunir mikilvægur þáttur og á þessari vinnustofu verða kenndar aðferðir til þess að skapa góðar tilraunir og nýta þær í starfi.

Teikning: Tilraunir

5. Vinnustofa um matsferli

Við sjáum ekki heiminn eins og hann er heldur eins og heilinn okkar telur best fyrir okkur að sjá heiminn. Það er talað um að heilinn taki inn um 11 milljónir búta á hverri stundu en geri okkur einungis meðvituð um 40 þeirra.

Þegar við erum með skýran ramma um hvernig við ætlum að meta hugmyndir þá er líklegra að heilinn geri okkur meðvituð um tækifæri sem hjálpa okkur að ná markmiðum okkar.

Á vinnustofunni verður farið yfir hvernig við getum metið hugmyndir á mismunandi máta og nýtt það í sköpunargleðiferlinu.

Teikning: Matsferli

Um leiðbeinandann

Birna Dröfn hefur ástríðu fyrir sköpunargleði og hefur unnið með fjölda fyrirtækja í mismunandi iðnuðum og þjálfað sköpunargleði fólks í meira en áratug. Í doktorsnámi sínu hefur hún rannsakað sköpunargleði og hvernig leiðtogastíllinn þjónandi forysta hefur áhrif á sköpunargleði starfsmanna.

Birna hefur safnað að sér ýmsum tólum og upplýsingum sem tengjast sköpunargleði ásamt því að hafa lært markþjálfun, mannauðsstjórnun, NLP (neuro linguistic programming), viðskiptafræði og er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Þessi þekking er mikilvægur grunnur sem hún byggir á til þess að aðstoða fólk og fyrirtæki við að nýta og efla sköpunargleði sína og nýsköpun.

Birna er annar meðstofnanda Bulby sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem auðveldar fyrirtækjum að nýta og efla sköpunargleði starfsfólks með hjálp gervigreindar.

Hér má finna Birnu á LinkedIn
Ljósmynd af Birnu Dröfn Birgisdóttur
Hafðu samband

Umsagnir frá þátttakendum

“Hófum nýtt ár á fimm skipta vinnustofuröð í sköpunargleði hjá Birnu Dröfn sem gaf okkur verkfæri til að þjálfa upp nýtt hugsanamynstur. Faglegar, fræðandi og skemmtilegar vinnustofur. Góð fjárfesting sem þjálfaði okkur í að losa hugmyndir og lausnir út af innri lagernum!”

Sigríður Þóra Valsdóttir
“Frábærlega skipulögð vinnustofa, mjög vel framsett, fræðileg og á sama tíma skemmtileg. Hentar vafalaust flestum vinnustöðum. Það er ekki á allra færi að halda vinnustofu í heilan vinnudag og geta haldið óskiptri athygli allra frá upphafi til enda. Takk fyrir okkur.”

Logi Karlsson

Dæmi um viðskiptavini

ÍslandsbankiSíminnAkureyrarbærOrigoÍslenski ferðaklasinnOrkuveita ReykjavíkurRótarý á ÍslandiTempoLS RetailTM tryggingarHáskólinn í ReykjavíkMosfellsbærHáskóli ÍslandsStillingHáskólinn á BifröstVRBlue Lagoon IcelandSameykiStarfsmenntNova

Tryggðu þér pláss

Við hlökkum til að aðstoða ykkur við að sjá skapandi lausnir við ykkar áskorun og samtímis efla eina verðmætustu færni á vinnumarkaðnum (eins og kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaefnahagsráðinu).

Hver vinnustofa er 2 klukkustundir og mælt er með því að halda þær mánaðarlega. Verðið fyrir hverja vinnustofu er 200þ. og hámark þátttakenda er 20 manns. Starfsmenntasjóðir veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi, sem þýðir að mörg fyrirtæki eru að leggja út 20þ. fyrir hverja vinnustofu (nánari upplýsingar á attin.is).

Einungis takmarkaður fjöldi hópa kemst að og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

👉 Sendu póst á birna@skopunargledi.is til að ræða næstu skref. Einnig er hægt að hringja í síma 663-1122.
Top 10 skills on the rise from World Economic Forum, with Creative Thinking number 1

Spjallaðu við okkur um sköpunargleði

Hafðu samband