Árið 1964 höfðu eldflaugafræðingar hjá NASA gert sex tilraunir til að koma eldflaug í loftið og fyrir tilraun númer sjö var komin talsverð spenna í hópinn.
Einum af hópmeðlimunum, Dick Wallace, datt í hug að það gæti létt á spennunni að bjóða hópnum upp á hnetur og í þetta sinn gekk verkefnið upp.
Eftir þetta hafa hnetur verið á óformlegum tékklista fyrir flugtak til að koma með góða lukku og þær hafa líka oft verið til staðar þegar mikilvægar tilraunir eru framkvæmdar.
Þær hafa gleymst í nokkur skipti og þá hefur gengið á ýmsu eins og í einu tilfelli þurfti að fresta flugtakinu um 40 daga og í öðru tilviki týndist eldflaugin.
Það er ótrúlegt hvað trú okkar getur haft mikil áhrif.
Rannsóknir benda á að ef við trúum að við séum skapandi þá erum við meira skapandi, ef við trúum að streita sé góð fyrir okkur þá er hún góð fyrir okkur og ef við trúum að við getum gert eitthvað þá höfum við líklegast rétt fyrir okkur.