Rannsóknir gefa til kynna að hugleiðsla getur aukið sköpunargleði fólks. Samkvæmt The National Institutes of Health, The University of Massachusetts og The Mind/Body Medical Institute í Harvard University þá eflir hugleiðsla innsæi og einbeitingu sem skiptir sköpum hvað varðar góðar ákvarðanir.
Albert Einstein sagði: „Innsæið er fágæt gjöf og rökhugsun trúr þjónn. Við höfum skapað samfélag sem heiðrar þjóninn en hefur gleymt gjöfinni“. Innsæi eða gjöfin eins og Einstein nefnir er þessi dýpri skynjun og skilningur sem aðstoðar okkur meðal annars í samskiptum við aðra og ekki síst að komast að bestu lausninni. Innsæið er því mikilvægt fyrir sköpunargleðina og frama fyrirtækja og einstaklinga.
Aðrar rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að hugleiðsla getur:
- Minnkað streitu
- Gert starfsmenn færari í að þjóna viðskiptavinum og sjá fyrir þarfir þeirra
- Eflt teymisvinnu
- Bætt tímastjórnun
Hugleiðsla snýst um að þjálfa hugann í að vera einbeittur sem er áskorun í nútíma samfélagi því áreitið er mikið. Hugleiðsla þarf ekki að vera flókin og í sinni einföldustu mynd er niðurtalning frá 100 í huganum hugleiðsla. Hver og einn þarf að finna hvaða hugleiðsluaðferð hentar og stunda reglulega.
Mikilvægt er að kenna starfsfólki hugleiðsluaðferðir og jafnframt að hvetja starfsfólk til að stunda hugleiðslu reglulega. Enn betra er ef það er mögulegt að útbúa hugleiðsluaðstöðu innan veggja fyrirtækja til að efla sköpunargleði, innsæi og jákvæða fyrirtækjamenningu.