Nýsköpun er ekki tilviljun - Hlutverk stjórnenda
May 30, 2022

Nýsköpun er ekki tilviljun - Hlutverk stjórnenda

Milljónir manna tengjast í gegnum símann sinn og hafa aðgang að nánast ótakmarkaðri þekkingu. Við lifum á tíma þar sem tækniframfarir eru hraðar og það er talað um að við séum að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og að ný gullöld sé að hefjast. Þessi mikla tækniþróun breytir því hratt hvernig störfum er háttað og hvaða væntingar viðskiptavinir hafa.

Fyrirtæki og störf breytast hratt

Sem dæmi þá hefur viðskiptamódel banka breyst mikið með tilkomu heimabankanna. Viðskiptavinir þurfa ekki lengur að mæta í bankann og fá þjónustu frá starfsmanni, heldur geta þeir sinnt flest öllu í tölvu eða síma. Störf endurskoðenda hafa breyst mikið með aukinni tækni og er núna möguleiki að skila inn framtölum með einungis nokkrum smellum. Sjálfkeyrandi bílar og svo margt annað er að eyða störfum og að skapa ný störf. Allar þessar hröðu breytingar eru að hafa áhrif á svo margt, og ekki síst á væntingar neytenda. Fólk er að venjast því að geta nálgast það sem það vill, þegar það vill og að það gerist hratt og örugglega. Fyrirtæki þurfa að taka þátt í þessum breytingum og einbeita sér að nýsköpun.Tæknibreytingar breyta iðnuðumMörg fyrirtæki eru að bregðast vel við þessum breytingum og nýta sér þær til þess að ná samkeppnisforskoti á meðan önnur heltast úr lestinni.MIT Sloan Management Review og Deloitte, framkvæmdu könnun þar sem meira en 3.700 stjórnendur, framkvæmdastjórar og sérfræðingar víða úr heiminum tóku þátt. Niðurstöðurnar sýna að 90% svarenda telja að tæknibreytingar munu umbreyta iðnaði þeirra en aðeins 44% svarenda telja að fyrirtækið þeirra sé að undirbúa sig nægjanlega vel fyrir þessar breytingar.

Nýsköpun er ekki tilviljun

Fyrirtæki sem eru að standa sig vel í nýsköpun og að nýta tækniþróun sér í hag gera það yfirleitt ekki af tilviljun, heldur er þetta hluti af stefnu þeirra. Þau fyrirtæki sem eru að standa sig vel í þessu eiga það sameiginlegt að þau þola óvissu, gera örar tilraunir, fjárfesta í hæfileikaríku fólki og ráða og þróa leiðtoga sem eru góðir í svokallaðri mjúkri færni.Nýsköpun er ekki dularfull heldur er mögulegt að stýra henni með réttum aðferðum. Fyrirtæki þurfa t.d. að vera með skýra nýsköpunarstefnu sem passar við stefnu fyrirtækisins og svo þarf að nýta réttu mælitækin og hvatana til þess að efla nýsköpun innan fyrirtækisins.

Aðferðir til að efla nýsköpun

Til eru ýmsar góðar aðferðir sem geta ýtt undir nýsköpun. Semco Partner sem er þekkt fyrir að leggja mikla áherslu á sköpunargleði og nýsköpun nýtir sér mjög skemmtilega aðferð til þess að efla sköpunargleði. Aðferðin er mjög einföld en hún snýst einfaldlega um það að alltaf að spurja þrisvar sinnum "af hverju" áður en ákvörðun er tekin.Í bókinni The Seven day weekend eftir Ricardo, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, talar hann um að hann var vanur að borða hádegismat með viðskiptavinum þrisvar til fimm sinnum í viku. Einn daginn spurði hann sig af hverju hann væri að gera þetta. Svarið hans var að hann gerði þetta til þess að vera nánari viðskiptavinum sínum. Af hverju vildi hann vera nánari þeim, spurði hann næst. Til þess að þeir myndu líta á hann sem manneskju en ekki bara fjarlægan forstjóra og myndu því frekar líta fram hjá hnjökrum í tengslum við verð, gæði og þjónustu.Hann spurði af hverju í þriðja sinn, af hverju ætti hann ekki að nýta þessa tvo klukkutíma sem hver hádegisfundur tekur til þess að bæta verð, gæði og þjónustu þannig að þetta persónulega samband er óþarft. Það var á þessari stundu sem Ricardo frelsaði sig frá þessari endalausu dagskrá af hádegisverðafundum og hann gat einbeitt sér meira að því að bæta fyrirtækið sitt.

Stjórnendur hafa mestu áhrifin á nýsköpun

Stjórnendur þurfa að vera góðar fyrirmyndir fyrir starfsfólk sitt og nýta réttar aðferðir til þess að efla nýsköpun. Gallup rannsókn sem var framkvæmd í Bandaríkjunum bendir á að hversu virkir starfsmenn eru fer eftir því hver yfirmaður þeirra er, því yfirmenn útskýra um 70% af virkni starfsmanna. Virkir starfsmenn eru þeir sem eru með ástríðu fyrir starfi sínu, tengjast fyrirtækinu og keyra áfram nýsköpun. Yfirmenn bera því mjög mikla ábyrgð á árangri fyrirtækja og því er mikilvægt að þeir fái stuðning og góða þjálfun.

Heimildir

  • Aligning the organization for its digital future - http://sloanreview.mit.edu/projects/aligning-for-digital-future/
  • How to run a company with (almost) no rules - http://www.ted.com/talks/ricardo_semler_how_to_run_a_company_with_almost_no_rules
  • Making Innovation Work: How to Manage It, Measure It, and Profit from It - https://www.amazon.com/Making-Innovation-Work-Measure-Updated/dp/0133092585/ref=sr_1_1
  • The Fourth Industrial Revolution: what it means, how to respond - https://www.weforum.org/agenda/2016/01/the-fourth-industrial-revolution-what-it-means-and-how-to-respond/
  • The Seven-Day Weekend: Changing the Way Work Works -https://www.amazon.com/Seven-Day-Weekend-Changing-Work-Works/dp/1591840260/ref=sr_1_1
  • What Great Managers Do Daily - https://hbr.org/2016/12/what-great-managers-do-daily

Spjallaðu við okkur um sköpunargleði

Hafðu samband