Það er talað um að mannsheilinn geti ekki meðvitað einbeitt sér að tveimur ótengdum þáttum samtímis án þess að búa til tengingu á milli þeirra.
Það getur ýtt undir sköpun að tengja vandamálið sem þú vilt leysa við tilviljanakennt orð.
Veldu þér tölu á frá 1 og upp í 20 áður en þú lest áfram því í athugasemd undir þessari færslu eru 20 mismunandi orð sem þú getur nýtt þér til að ýta undir skapandi hugsun til að leysa vandamálið sem þú ert að einbeita þér að.
Þegar þú hefur skilgreint vel það vandamál sem þú vilt leysa og ert komin/nn með tilviljanakennt orð þá getur verið gott að teikna mynd af vandamálinu og orðinu sem þú fékkst og svo er að sjá hvernig þetta getur tengst.
Hér er dæmi um hvernig mögulegt er að nýta þessa aðferð
Vandamálið: Hvernig er hægt að auka sölu?
Tilviljanakennt orð: Flaska
Dæmi um tengingar:
- Flöskur er hægt að kaupa stakar, 6 í pakka eða í kössum. → Er hægt að selja fleiri vörur saman?
- Það er skilagjald á flöskum. → Er hægt að gefa viðskiptavinum sem koma aftur afslátt?
- Það er hægt að nota flöskur sem blómavasa og kertastjaka. → Er hægt að nota vöruna í eitthvað fleira og ná þannig til annars markhóps?
- Flöskur koma í mismunandi stærðum. → Væri hægt að selja mismunandi stærðir af vörunni?
Æfðu þig í að skapa með því að skilgreina vandamál og velja tölu frá 1 og upp í 20 og sjáðu hér fyrir neðan hvaða tilviljanakennda orð þú færð. Gangi þér vel :)
Fleiri tilviljanakennd orð
Hvaða númer valdir þú?
- Fiðrildi
- Vasi
- Rigning
- Maur
- Flugeldar
- Skegg
- Fáni
- Stækkunargler
- Flugvöllur
- Ferilskrá
- Rennilás
- Fjarstýring
- Píanó
- Sundlaug
- Sláttuvél
- Api
- Samningur
- Klukka
- Gufa
- Banki