Þjálfaðu sköpunargleðina hjá þér og teyminu

Með ráðgjöf, vinnustofum, myndböndum og hugbúnaði getur þú og teymið þitt fundið meira skapandi lausnir á vandamálum til að auka nýsköpun, vöxt, vellíðan og velgengni.

Ný vinnustofuröð: Að hugsa út fyrir boxið. Fimm vinnustofur þar sem skapandi hugsun er þjálfuð og ykkar áskorun leyst.
Nánari upplýsingar hér.

Birna Dröfn - sérfræðingur í sköpunargleði
Dæmi um viðskiptavini
ÍslandsbankiSíminnAkureyrarbærOrigoÍslenski ferðaklasinnOrkuveita ReykjavíkurRótarý á ÍslandiTempoLS RetailTM tryggingarHáskólinn í ReykjavíkMosfellsbærHáskóli ÍslandsStillingHáskólinn á BifröstVRBlue Lagoon IcelandSameykiStarfsmenntNova

Ávinningur við að fjárfesta í meiri sköpunargleði

General Motors spöruðu $2 milljónir á ári með því að nýta sköpunargleðiþjálfun til þess að leysa vandamál.

Mörg þúsund starfsfólks hjá Sylvania fengu 40 klukkutíma þjálfun í sköpunargleði og þau áætla að þau hafi grætt $20 fyrir hvern $1 sem þau fjárfestu í þjálfuninni.

Þátttakendur í sköpunargleðiþjálfun hjá Pittsburgh Plate Glass voru með 300% aukningu í gagnlegum hugmyndum í samanburði við þau sem ákváðu að taka ekki þátt.

McKinsey rannsókn gefur til kynna að fyrirtæki sem leggja áherslu á sköpunargleði ná betri árangri en þau sem leggja minni áherslu á hana.

Tveggja ára sköpunargleðiþjálfun hjá General Motors leiddi af sér 60% aukningu á einkaleyfum.

Rannsóknir gefa til kynna að sköpunargleðiþjálfun geti bætt önnur verkefni innan fyrirtækja.

Þau fyrirtæki sem vaxa hvað hraðast eru sérstaklega góð í því að skapa vörur, þjónustu og viðskiptamódel, samkvæmt gögnum sem McKinsey safnaði.

Rannsóknir gefa til kynna að sköpunargleðiþjálfun geti aukið vöxt fyrirtækja.

2.500+
Nemendur
2.100+
LinkedIn fylgjendur
10+
Ára reynsla í sköpunargleði
25+
Erindi á ráðstefnum

Fyrirlestur á TEDx

Birna talaði nýlega á TEDx um það hvernig við getum endurforritað heilann og aukið lausnamiðaða hugsun. Horfðu á TEDx Talk myndbandið hérna:

Það sem nemendur og viðskiptavinir hafa sagt

Við erum þakklát fyrir tækifærið að hafa hjálpað fjölda fólks að auka sköpunargleðina sína. Hérna eru nokkur dæmi um það sem fólk hefur að segja um okkar þjónustu.

Hafðu samband

“Frábærlega skipulögð vinnustofa, mjög vel framsett, fræðileg og á sama tíma skemmtileg. Hentar vafalaust flestum vinnustöðum. Það er ekki á allra færi að halda vinnustofu í heilan vinnudag og geta haldið óskiptri athygli allra frá upphafi til enda. Takk fyrir okkur.”

Logi Karlsson
Executive Director

“Námskeiðið var algjör snilld. Birna hafði góða tengingu við markhópinn, námskeiðið var skemmtilegt og mikið af gagnlegum verkfærum voru kynnt fyrir þátttakendum sem þau sjá fram á að geta nýtt sér í starfi.”

Starfsmennt

“Það var virkilega gott að brjóta upp daginn og bjóða upp á vinnustofu í sköpunargleði fyrir ráðstefnugesti. Við fengum tækifæri til að spreyta okkur á verkefnum sem voru áhugaverð og skapandi. Einlægni Birnu skein í gegn sem gerði þetta afar eftirminnilegt.”

Andrea Gunnarsdóttir
Ungar athafnakonur

“Það er skemmst frá því að segja að Birna heillaði nemendurna svo um munar, en hún á sérlega auðvelt með að hrífa fólk með sér með glaðværð og skemmtilegu fasi, sem endurspeglast í því að nemendur algjörlega elskuðu hana sem fyrirlesara. Það sem meira er, hún veitti þeim magnaðan innblástur til að takast á við erfið verkefni með sköpunargleði að vopni.”

Dr. Kjartan Sigurðsson
Asst. professor at the University of Twente

Fyrirlestur á Hausráðstefnu Advania

Spurningar eða sérsniðnar lausnir?

Hafðu samband
Birna skrifar líka reglulega um skapandi hugsun á LinkedIn
Fylgstu með Birnu á LinkedIn
Fólk að skapa saman - æfa sköpunargleðina

Hvernig hægt er að nýta sköpunargleði 

Bestu fréttirnar eru að það eru allir skapandi! Sköpunargleði er vöðvi sem er hægt að þjálfa og styrkja. Það er hægt að nýta sköpunargleði til að búa til ný fyrirtæki, þróa nýjar og betri vörur, finna skapandi lausnir á vandamálum, finna leiðir til að nýta tímann betur o.s.frv.

Ávinningur af því að efla sköpunargleði

Með því að efla sköpunargleði hjá þér og teyminu getið þið nýtt tímann ykkar betur, fundið betri lausnir á vandamálum, þróað betri vörur o.s.frv. Rannsóknir gefa til kynna að aukin sköpunargleði geti aukið vellíðan og minnki líkur á kulnun í starfi.

Our Mission - Consulting X Webflow Template

Spjallaðu við okkur um sköpunargleði

Hafðu samband